Göngugreining

Stoð hefur tekið yfir starfsemi Flexor að Bíldshöfða 9 (Höfðinn). Göngugreiningar eru allar framkvæmdar af sjúkraþjálfurum og íþróttafræðingum og notast er við nýjustu tækni. Göngugreiningar og hlaupagreiningar í boði fyrir bæði börn og fullorðna. Pantaðu tíma á netinu með því að smella hér.

Það gæti borgað sig að koma í göngugreiningu ef þú ert með stoðkerfisvandamál eða vilt reyna að koma í veg fyrir þau.  Vandamál sem lausnir í tengslum við göngugreiningu geta hjálpað til við að leysa eru t.d.:

 

 • Þreytuverkir og pirringur í fótum

 • Verkir í hnjám

 • Sársauki eða eymsli í hælum (hælspori, plantar fascitis ofl.)

 • Beinhimnubólga

 • Óþægindi eða verkir í baki og/eða mjöðmum

 • Verkir í tábergi og/eða iljum

 • Hásinavandamál

 • Óþægindi í ökklum

 • Þreytu- og álagsverkir hjá börnum og unglingum

 

Stoð notast við algjörlega nýja tækni við göngugreiningu.  Notað er göngu-/hlaupabretti með innbyggðum þrýstinemum sem tengjast fullkomnu tölvukerfi sem aftur skilar nákvæmum upplýsingum um göngulag.

 

 • Tölvuþrýstimælingaplata sem innbyggð er í göngu-/hlaupabretti nemur álagsdreifingu á fætur

 • Fullkomið tölvukerfi sýnir tölulegar upplýsingar um gönguferlið og stöðu fóta

 • Stöðugleiki og jafnvægi eru metin

 • Mælt hvernig álagið kemur á fæturna

 • Skoðað hvort tábergið er sigið (tábergssig)

 • Staðan á iljaboga skoðuð (ilsig, holfótur)

 • Videoupptaka sýnir stöðu á fótum og hnjám við göngu og upplysingar vistast í gagnagrunni

 • Ganglimir eru lengdarmældir

 • Staða á mjaðmagrind er skoðuð

 • Viðskiptavinur getur fengið útprentun með nákvæmum upplýsingum um göngulag og niðurstöður göngugreiningar.

 

Verðlisti:

Göngugreining: 6.400.-

Göngugreining 18 ára og yngri: 5.400.-

Aðlagað innlegg: 17.360.-

Aðlagað barnainnlegg 13.500.-