Verklag í Stoð vegna COVID - 19

Verklag í Stoð til að draga úr smithættu nú á meðan smitum fjölgar í samfélaginu Starfsfólk Stoðar mun sem fyrr gæta fyllstu varkárni í samskiptum sínum við viðskiptavini og fylgja ráðleggingum Landlæknisembættisins um öflugar sóttvarnir.
Við viljum biðja viðskiptavini sem koma í göngugreiningu, mælingar og til að fá aðra þjónustu sem krefst nálægðar að koma með grímu með sér.
Einnig minnum við á mikilvægi handþvotts og sprittunar, en viðskiptavinum er boðið gott aðgengi að handspritti.
Að lokum biðjum við ykkur að virða tveggja metra regluna og afbóka tíma ef þið finnið fyrir flensulíkum einkennum
Hjálpumst að og sýnum tillitssemi,
Við erum jú öll almannavarnir :)